Samkvæmt fjárlögum 2012 fær embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum 164,9 milljónir króna úr ríkissjóði og hækkun milli ára skýrist af verðlagsþróun og launahækkunum. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður sagði áætluð útgjöld til löggæslu vera 105,6 milljónir en í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að embættið afli yfir 10 milljóna króna sértekna og því er framlag ríkisins til þessa þáttar um 95 milljónir.