Sæferðir, sem gera út ferjuna Baldur, hafa áhuga á að bjóða ferjuna til siglinga til Vestmannaeyja yfir vetrarmánuðina og skoða nú ferju til flutninga yfir Breiðafjörð. Gæti hún hugsanlega verið komin til landsins eftir 4-6 vikur. Vegagerðin hefur óskað eftir tillögum frá Eimskipi og Sæferðum um hvernig hægt verði að haga ferjusiglingum milli lands og Eyja í vetur.