Ég hef ekki skrifað um Landeyjahöfn síðan 25. apríl s.l. enda kannski óþarfi að vera alltaf að japla á sömu hlutunum, en sú grein stendur einfaldlega enn fyrir sínu. Margt er búið að gerast í sumar sem vakið hefur athygli, en ég ætla fyrst og fremst að fjalla um það sem er að gerast í dag. Nú er ljóst að það er ætlunin að óska eftir því að Baldur verði fenginn aftur til Eyja og að það sé vilji til þess að láta hann sjá um siglingar til Landeyjahafnar í vetur.