Í hádeginu í dag var dregið í 32ja liða úrslitum Eimskipsbikar karla í handbolta. ÍBV teflir fram tveimur liðum, hinu hefðbundna meistaraflokksliði og svo ÍBV 2, sem gamlar kempur skipa að mestu. ÍBV sækir Víking heim í 32ja liða úrslitunum en bæði lið leika í 1. deild. Víkingar mæta einmitt til Eyja á laugardaginn og spila gegn ÍBV í Íslandsmótinu. ÍBV 2 fékk hins vegar heimaleik gegn Gróttu 2.