Nú er að hefjast blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ. Þar er verið að kynna til leiks sænska landsliðsþjálfarann Lars Lagerbäck sem næsta landsliðsþjálfara Íslands í karlaboltanum. Honum til aðstoðar verður Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson, sem verið er að kynna sem aðstoðarlandsliðsþjálfara.