Varnarmaðurinn sterki Matt Garner spilar með ÍBV næsta sumar en hann hefur nú skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið. Garner lék alla 22 leikina í Íslandsmótinu í sumar en alls hefur hann leikið 135 leiki fyrir ÍBV frá því að hann kom frá enska félaginu Crewe. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2013.