Sigríður Klingenberg verður með spennandi fyrirlestur í Alþýðuhúsinu í dag, föstudag en þar ætlar hún að kenna þátttakendum að breyta lífi sínu og færa til betri vegar. Sigríður hefur haldið fjölda námskeiða sem byggja á bók hennar, Orð eru álög, og miðar að því að þátttakendur nái betri tökum á lífi sínu og finni leiðina að hamingjunni. Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja stendur fyrir fyrirlestrinum vegna Safnahelgar.