Rúmlega níu í morgun sló út öllu rafmagni í Vestmannaeyjum og var rafmagnslaust í öllum bænum í tæplega eina og hálfa klukkustund. Ástæða bilunarinnar var brunninn strengur við kyndistöðina við Kirkjuveg en fleiri bilanir urðu til þess að rafmagnleysið varði svo lengi.