Kvennalið ÍBV átti að taka á móti Fram í dag í N1 deildinni. Vegna ófærðar var leiknum fyrst frestað til 16:00 en nú er útséð með flug í tæka tíð og því hefur leiknum verið frestað til mánudagsins og hefst hann klukkan 18:00. Fram og Valur hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið í deildinni en ÍBV er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar, á meðan Fram er í efsta sætinu. ÍBV er líklega það lið sem helst getur velgt efstu tveimur liðunum undir uggun og spennandi að sjá hvort stelpunum takist það.