Á dögunum birtum við tvær ljósmyndir hér á Eyjafréttum.is sem Þorbjörn Víglundsson, 2. stýrimaður á Júpíter ÞH tók. Myndirnar sýndu hafölduna ganga yfir skipið en myndirnar sögðu meira en þúsund orð og vöktu verðskuldaða athygli. Nú hefur Þorbjörn bætt um betur og tekið upp myndband af hamaganginum sem loðnusjómenn upplifa þessa dagana við vinnu sína á miðunum. Myndbandið má sjá hér að neðan og óhætt að segja að sjón sé sögu ríkari.