Eyjamaðurinn Björgvin Þór Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari norska handknattleiksliðsins Öster/Volda næsta vetur. Björgvin mun þjálfa karlalið félagsins næstu tvö árin en Björgvin kíkti á aðstæður um helgina og handsalaði um leið samningi við félagið. Björgvin gerði reyndar gott betur því hann stýrði liðinu í leik um helgina sem vannst 28:19. Félagið teflir fram liði í 3. deild en liðið er á góðri leið með að komast upp í 2. deild.