Danski framherjinn Christian Olsen hefur í nokkurn tíma verið orðaður við knattspyrnulið ÍBV. Hins vegar er ekki búið að skrifa undir neinn samning en Hannes Gústafsson í knattspyrnuráði sagði í samtali við Eyjafréttir.is að til standi að semja við hann við fyrsta tækifæri. „Við erum bara að safna fyrir honum. Við höfum gert munnlegt samkomulag við hann en verðum um leið að passa okkur fjárhagslega hjá okkur, eins og öllum öðrum liðum í íslenska boltanum. Við erum að reyna að vera skynsöm og viljum eiga fyrir honum.“