Næstkomandi föstudag verður hið árlega Herrakvöld hanknattleiksdeildar ÍBV haldið í Akóges. Eins og alltaf verður fjörið allsráðandi og boðið upp á glæsilegt sjávarréttar- og kjöthlaðborð að hætti Einsa Kalda. Auk þess verða stórskemmtileg skemmtiatriði, m.a. ræðumenn á heimsmælikvarða og fastir liðir eins og venjulega.