Það var frekar rólegt hjá lögreglu í vikunni sem leið og virðist sem bærinn sé lagstur í dvala eftir Þjóðhátíðina. Skemmtanahald helgarinnar var með rólegara móti og engin alvarleg mál sem upp komu. Tveir ökumenn voru kærðir vegna hraðaksturs og mældust þeir báðir á 68 km/klst. þar sem hámarkshraði er 50 km/klst., annar á Hamarsvegi en hinn á Strembugötu.