Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, verður samkvæmt heimildum Vísis í leikmannahópi liðsins sem mætir FH í Kaplakrika í Pepsi-deild karla í kvöld. Tryggvi hefur verið hefur utan hóps hjá ÍBV í kjölfar agabrots um Verslunarmannahelgina. Auk þess var samningi Eyjamanna við Eyþór Helga Birgisson rift vegna agabrots.