FH-ingar fóru langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið lagði ÍBV að velli í kvöld á Kaplakrikavelli. Lokatölur urðu 2:0 en staðan í hálfleik var 1:0. Eyjamenn byrjuðu af miklum krafti, voru meira með boltann en það voru FH-ingar sem sköpuðu sér hættulegri færi. FH komst yfir með laglegu marki á 16. mínútu og innsiglaði svo sigurinn í uppbótartíma í síðari hálfleik þegar allir varnarmenn ÍBV voru komnir í sókn til að freista þess að jafna metin.