Friðrik Erlendur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji, hefur ákveðið að taka fram skóna á nýjan leik og spila með Njarðvík í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í vetur. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins í gær. Friðrik hefur æft með liðinu í sumar og tók þátt í æfingaleik á móti Grindavík í gærkvöldi. Friðrik er 36 ára gamall Eyjamaður og lék áður með KR, KFÍ og Þór Akureyri áður en hann fór til Njarðvíkur.