Föstudaginn 24. ágúst var komið með fystu pysju sumarsins í Pysjueftirlit Sæheima – Fiskasafns. Pysjan vóg 242 grömm og vænglengdin var 147 mm. Núna viku síðar eru komnar 26 pysjur til viðbótar. Eru þetta jafn margar pysjur og skiluðu sé í Pyjueftirlitið allt tímabilið í fyrra, enda var varpárangur lundans mjög slakur þá.