Kannað verður hvort Samherji á Akureyri fer up úr þakinu á leyfilegum aflaheimildum, með kaupum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á útvegsfyrirtækinu Bergi Hugin í Vestmannaeyjum. Formlega er það Síldarvinnslan í Neskaupstað sem er að kaupa Berg Huginn, en Samherji á stóran hlut í síldarvinnslunni. Í lögum um stjórn fiskveiða segir að sameiginlegur kvóti eins fyrirtækis, og fyrirtækja því tengdu, megi ekki fara yfir 12 prósent af heiladrkvóta í öllum tegundum og er það hlutverk Fiskistofu að fylgjast með því.