19 ára stúlka var tekin við akstur undir áhrifum í Vestmannaeyjum í nótt. Í ofanálag var stúlkan án ökuréttinda. Það verður því enn einhver bið á því að hún geti fengið slík réttindi þar sem akstur án ökuréttinda seinkar heimild til að öðlast slík réttindi.