Annað sætið í Íslandsmótinu er í húfi í kvöld þegar ÍBV sækir Stjörnuna heim í næst síðustu umferð Pepsídeildar kvenna. Með sigri tryggir Stjarnan sér annað sætið en vinni ÍBV, eru liðin jöfn að stigum fyrir síðustu umferðina. Stjarnan er sem stendur í öðru sæti með 35 stig en ÍBV er í því þriðja með 32. Valur er svo skammt undan í fjórða sæti með 30 stig.