Ungir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi harma þá ótrúlegu ákvörðun þingflokks Sjálfstæðisflokksins að skipta um þingflokksformann flokksins. Það vekur furðu að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi ákveðið á þessum tímapunkti að gera breytingar á þingflokksformanni, sérstaklega í ljósi þess að Suðurkjördæmið er sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins nú um stundir.