„Málið er einfaldlega að þessi jafnréttislög eru slæm og þeim þarf að breyta,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, á Facebook-síðu sinni í dag og bætir við að það að mismuna út frá kynferði og skikka stjórnendur til þess að ráða fólk af öðru kyninu umfram hitt brjóti gegn almennum mannréttindalögum og stjórnarskránni sem kveði á um að allir skuli njóta jafnréttis án tillits til kynferðis.