Eftir einstaklega velheppnaða heimsókn Færeyinga frá Götu, vill Blítt og létt hópurinn þakka öllum þeim sem komu að þessum viðburði. Gestgjafarnir sem opnuðu heimili sín fyrir gestunum, Grími kokki og hans liði, Vikingtours, RIBSafari, Kiwanis og Bjarnareyingum. Síðast en ekki síst viljum við þakka styrktaraðilum og Vestmannaeyjabæ sem kom að þessu af myndarskap og buðu til veislu í Kiwanis auk þess að hafa söfnin opin fyrir hina færeysku gesti.