Kjartan Ólafsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðismanna í komandi Alþingiskosningum á næsta ári. Kjartan sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem hann óskar eftir stuðningi í fyrsta sæti listans en tilkynninguna sendi hann frá sér eftir að Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi ákvað að viðhafa prófkjör við val á framboðslista flokksins.