Eyjamenn tóku í dag á móti Fjölni í 1. deildinni en liðin urðu þess vafasama heiðurs aðnjótandi á síðasta tímabili að enda í tveimur neðstu sætum Íslandsmótsins. Í dag var getumunurinn mikill, eins og reyndar var síðasta vetur líka en lokatölur urðu 42:24 fyrir ÍBV eftir að staðan í hálfleik hafði verið 19:10.