Kvennalið ÍBV í handbolta var ekki í teljandi vandræðum með Aftureldingu þegar liðin áttust við í Mosfellsbæ í dag. Lokatölur urðu 17:28 en staðan í hálfleik var 10:11 ÍBV í vil. Eyjastelpur skoruðu því 17 mörk gegn aðeins 7 mörkum heimaliðsins í seinni hálfleik en markahæstar voru þær Simone Vintale og Grigore Ggorgata með sex mörk hvor en Guðbjörg Guðmannsdóttir skoraði fimm.