Íbúar Vestmannaeyja 1. október 2012 eru 4190 talsins og hefur fækkað um 10 frá áramótum. Karlar eru 2180 og konur 2010. Er það samkvæmt því sem gengur og gerist á landsbyggðinni; þar eru karlar yfirleitt fleiri en konur. Í Reykjavík eru þessu hinsvegar öfugt farið. Um tvítugt fer konum í Eyjum fækkandi en uppúr þrítugsaldrinum fara kynjahlutföllin aftur að jafnast, en í flestum árgöngum allt frá fæðingu eru strákar fjölmennari. Stærsti árgangurinn sem telur 86 íbúa er fæddur árið 1993 og næst stærsti árgangurinn er fæddur árið 1998, 79 íbúar.