Kvikmyndin Djúpið, sem byggð er á Helliseyjarslysinu 1984, hefur fengið afar góðar viðtökur og í flestum tilvikum góða dóma. Eyjamenn hafa ekki átt þess kost að sjá myndina til þessa en til stendur að ráða bót á því og sýna myndina í Bæjarleikhúsinu í dag, sunnudag. Það er Leikfélag Vestmannaeyja sem stendur fyrir sýningunum en félagið leigði sérstaka sýningarvél til að geta sýnt myndina.