Á liðnu kjörtímabili var þrepaskiptu skattkerfi komið á, kerfinu sem Sjálfstæðismenn ætla að afnema ef þeir komast til valda, skoðum það aðeins nánar. Til að byrja með þarf að hafa í huga að snillingunum tókst að þurrausa ríkissjóð og vel það. Björgunarsveitin þarf nú að greiða skuldir og halda áfram að reka þjóðfélagið. Í þeirri stöðu þarf að íhuga vel hverjir leggja sitt af mörkum í björgunarstarfið.