Í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið og Vestmannaeyjar á föstudag og laugardag fauk allt laust efni af malarvellinum við Löngulág yfir húsin neðst við Strembugötuna sem eru vestan við völlinn. Íbúi segir það ekki nýtt að mold og sandur berist frá vellinum en aldrei áður hafi verið grjóthríð.