Florentina Stanciu, markvörður kvennaliðs ÍBV í handbolta hefur leitað til HSÍ vegna aðstoðar við umsókn um íslenskan ríkisborgararétt. Flórentina er að margra mati einn besti markvörður sem leikið hefur í íslensku úrvalsdeildinni um árabil en hún hefur dvalið hér á landi í 7 ár en þetta kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær. Haft var eftir markverðinu sterka að hún vonist til að fá umsókn sína afgreidda fyrir áramót.