Í fyrra var þess minnst með afar myndarlegum hætti að 100 ár voru liðin frá fæðingu Oddgeirs Kristjánssonar, tónskálds. Haldnir voru tónleikar, bæði hér í Eyjum og annars staðar þar sem lög Oddgeirs fengu að hljóma. Nú stendur til að halda svokallaðan Oddgeirsdag árlega en Kári Bjarnason, frá Safnahúsi og þeir Jarl Sigurgeirsson og Stefán Sigurjónsson, frá Tónlistarskólanum eru hugmyndasmiðirnir á bak við daginn og komu við á ritstjórn Eyjafrétta til að kynna verkefnið.