Moren. Jæja nú er blíða í Verstöðinni eftir stormasama viku. Bátarnir eru að fiska fínt. Og síldveiðarnar í Breiðafirði ganga vel. Heimaey fékk m.a. 2000 tonna kast í vikunni. Kvótinn á síldinni er hálfnaður í Eyjum. Guðmundur fer líklega til loðnuleitar í næstu viku. Vídalín, Þórunn, Bergey, Bergur, Dala-Rafn, Gullberg og fleiri voru með fínan afla í vikunni.