Landsmenn eru nú að ná vopnum sínum eftir hrunið, kreppan ljóta er að losa krumlurnar og allar hefðbundnar mælingar á heilbrigði efnahagslífs sýna augljós batamerki. Þetta hefur ekki verið auðvelt, samfélagsþjónusta er skafin inn að beini og lengra verður ekki gengið í sparnaði. Allir ganga sárir frá þessari orustu, engar lausnir eru fullkomlega sanngjarnar og allir hafa tapað einhverju.