Um helgina fer fram riðlakeppni í Íslandsmótinu í Futsal. ÍBV tekur þátt í mótinu að þessu sinni en aðeins fjögur úrvalsdeildarlið eru skráð til leiks, ÍBV, Fylkir, Valur og Víkingur Ólafsvík. KFS hefur hins vegar ekki tekið þátt í mótinu síðustu tvö ár. Eyjamenn fögnuðu einmitt sigri í mótinu síðasta vetur og hefst titilvörnin því á heimavelli.