Eyjastelpan Dröfn Haraldsdóttir var valin í íslenska kvennalandsliðið sem mun taka þátt í Evrópumótinu í Serbíu í næsta mánuði. Dröfn er eini nýliðinn í hópnum en hún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og lék með yngri flokkum ÍBV. Hún skipti hins vegar yfir í HK fyrir þremur árum en leikur nú með FH.