Krabbavörn Vestmannaeyja fékk í dag myndarlegan styrk upp á tæpar tvær milljónir. Féð safnaðist m.a. í Gamlársgöngu og 7 tinda göngunni fyrr á árinu en bæði fyrirtæki og einstaklingar gáfu fé eða borguðu sig í gönguna. Alls var ágóðinn úr þessu 1.594.000 kr. Þá söfnuðust 229.000 kr úr sölu á bolum með bleiku slaufunni og límmiðum og auk þess 43.500 kr með sölu á tuskum og snjókornum sem Sigurlaug Alfreðs bjó til og gaf.