Í gær, fimmtudag var Jólaball haldið á Hraunbúðum fyrir börn starfsfólks og aðstandenda, mikið fjör og líflegt á heimilinu þegar þessi viðburður er í gangi enda hefur heimilisfólkið mikið yndi af börnunum. Boðið var uppá smákökur, lagtertur og gos, og að sjálfsögðu kaffi fyrir þá sem eldri eru. Sú breyting var í ár að nú leiku tónlistarmenn undir í stað þess að notast við geisladiska og er þetta nú ólíkt skemmtilegra.