Kvennalið ÍBV átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitaleik Íslandsmótsins í Futsal en undanúrslit fóru fram í dag í Laugardalshöll. ÍBV lagði Álftanes að velli 5:2 og mætir Val í úrslitaleik klukkan 12:15 á morgun, sunnudag. Eyjastelpur fá því tækifæri til að verja titil sinn í Futsal.