Fyrrum leikmaður ÍBV lék með Mansfield Town gegn Liverpool í gær í ensku FA bikarkeppninni. Chris Clements var lánaður til ÍBV sumarið 2009 en hann kom til ÍBV frá Crewe ásamt AJ Leitch-Smith. Báðir þóttu standa sig afbragðsvel hjá ÍBV en sá síðarnefndi er enn í herbúðum Crewe á meðan Clements hefur farið víðar. Liverpool hafði betur 1:2 þrátt fyrir hetjulega baráttu utandeildarliðsins.