Svo gæti farið að línumaðurinn sterki Ivana Mladenovic hefði leikið sinn síðasta leik fyrir kvennalið ÍBV í handbolta. Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar staðfesti það í samtali við Eyjafréttir.is en leikmaðurinn er ekki með landvistarleyfi og ef fram heldur sem horfir, gæti hún þurft að yfirgefa landið á mánudaginn.