Eyjamaðurinn Björgvin Þór Rúnarsson hélt í víking á síðasta ári þegar hann flutti til Noregs og tók að sér þjálfun karlaliðs Örsta í handbolta. Liðið lék í vetur í norsku 3. deildinni en Björgvin gerði sér lítið fyrir og stýrði liðinu upp um deild á sínu fyrsta ári sem þjálfari meistaraflokks.