Björgunarfélag Vestmannaeyja og Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út nú fyrir stuttu vegna elds í farskipinu Fernando. Skipið er statt 18 sjómílur suður af Vestmannaeyjum. �?að var Landhelgisgæslan sem óskaði eftir aðstoð björgunaraðila í Vestmannaeyjum. Björgunarbáturinn �?ór er lagður af stað með björgunarsveitarmenn og hafnsögubáturinn Lóðsinn mun fylgja í kjölfarið með slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, m.a. með búnað til reykköfunar. Á Stórhöfða er nú 27 metra meðalvindhraði á sekúndu en mestu hviðurnar hafa farið upp í 34 metra. Sjóveður er ekki gott, ölduhæð við Surtsey er 4,2 metrar og má búast við að það taki björgunaraðila nokkurn tíma að komast að skipinu.
Frekari fréttir verða fluttar af málinu þegar þær berast.