�??Verslunin hér í Eyjum virðist vera algjör afgangsstærð hjá stjórnendum Krónunnar fyrir sunnan. Mér finnst slakt að bera því við að ferðir Herjólfs falli stundum niður og því sé vöruskortur.�??
�?etta segir Aldís Atladóttir, veitingamaður í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í dag og bætir við, að �??sendingarnar hingað þurfa einfaldlega að vera stærri enda er afleitt fyrir fólk hér að koma í einu lágvöruverðsverslunina hér á �?orláksmessu eða daginn fyrir gamlársdag og grípa nánast í tómt.�??
Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, segir stopular samgöngur til Eyja fyrst og fremst orsökina ef vörur vantar í verslun fyrirtækisins þar. Augljóslega setji það strik í reikninginn þegar ferðir Herjólfs falli niður eða skipinu seinki. �?að hafi t.d. gerst 30. desember. �?á átti skipið að koma til Eyja um miðjan dag, en náði ekki í höfn fyrr en undir miðnætti.