Eimskip hefur ákveðið að draga gjaldskráhækkun Herjólfs til baka. Gjalskráin hækkaði um 3% 1. janúar síðastliðinn og var Eimskip komið á svarta lista síðunnar
Vertu á verði, þar sem fyrirtækjum er raðað á grænan lista, fyrir þau sem hækka ekki og svartan lista, fyrir þau sem hækka. �??Samningur um rekstur Herjólfs við Vegagerðina kveður á um breytingar á gjaldskrá einu sinni á ári sem tekur mið af verðlagsþróun ýmissa kostnaðarliða. Nú hefur verið ákveðið að falla frá þessari 3% hækkun sem varð á gjaldskrá Herjólfs 1. janúar s.l. en afar mikilvægt er að á sama tíma verði ekki kostnaðarhækkanir á rekstrarliðum Herjólfs,�?? kemur m.a. fram í fréttatilkynningu frá Eimskip vegna málsins.
Nánar í Eyjafréttum, sem koma út síðdegis í dag.