Félagsmenn í Drífanda stéttarfélagi í Vestmannaeyjum felldu sáttatillögu Ríkissáttasemjara frá 21. febrúar í kosningu sem stóð frá 24. febrúar til 6. mars. 37,36% þeirra sem kusu, sögðu já en nei sögðu 60,75%. Auðir og ógildir voru 1,89%. Alls voru 567 á kjörskrá og greiddu 265 atkvæði, eða 46,74% og telst kosningin því gild.
Tilkynning frá Drífanda
Dagana 24. febrúar til 6. mars 2014 var haldinn kjörfundur hjá Drífanda stéttarfélagi um Sáttatillögu Ríkissáttasemjara frá 21. febrúar 2013 og jafnframt Aðalkjarasamning milli S.A. og Drífanda sem undirritaður var 21. desember 2013.
Á kjörskrá voru 567. 265 greiddu atkvæði eða 46,74% og telst kosningin því gild.
Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:
Já sögðu: 99 eða 37,36%
Nei sögðu: 161 eða 60,75%
Auðir og ógildir: 5 eða 1,89%
Samningurinn var því felldur.