Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið vegna hinna ýmsu mála sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór þokkalega fram þó eitthvað hafi verið um stympingar á milli manna.
Tvær líkamsárásir voru kærða til lögreglu í liðinni viku og var um minnháttar áverka að ræða í bæði skiptin. Í öðru tilvikinu var um ósætti að ræða í heimahúsi milli tveggja karlmanna sem endaði með átökum þeirra á milli. Í hinu tilvikinu var einnig um að ræða ósætti á milli tveggja karlmanna sem endaði með því að því að annar sló hinn tvívegis. Málin eru í rannsókn.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um að vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna við akstur.
�?á liggja fyrir tvær kærur vegna vanrækslu á að nota öryggisbelti við akstur og tvær kærur vegna ólöglegra lagninga ökutækja.
Lögreglan hvetur ökumenn til að leggja ekki í stæði fyrir fatlaða, en að undanförnu hefur lögreglan fengið kvartanir um að ökumenn, sem ekki hafa rétt á að leggja í stæði fatlaða, hafi samt sem áður gert það.