Veturinn hefur bara verið nokkuð ljúfur í Eyjum og það styttist óðum í blessað vorið og sumarið sæta. �?að er því um að gera að þakka fyrir það liðna og halda upp á það sem framundan er með bráðsmitandi bjartssýni að vopni. Skundum því í Höllina og tökum þátt í Vetrarhátíð Vestmannaeyja og Loðnuslútti 2014, sem fer fram í Höllinni 29. mars næstkomandi.
Hin eini sanni Pálmi Gunnarsson kemur og tekur rjómann af sínum allra, allra bestu lögum og með honum í för er enginn annar en Hreimur Heimisson og hljómsveit hans, Meid in sveitin.
�?að má því alveg búast við smá �?jóðhátíðarívafi þegar líða fer á kvöldið og nóttina, en fyrst munum við njóta alls þess besta sem Pálmi hefur boðið okkur upp á í gegnum tíðina.
Hver kannast ekki við lög eins og Gleðibankinn, Víman,Gamli skólinn,�?g elska þig enn, �? þú, Reyndu aftur, Vegurinn heim, Gamli góði vinur, Komdu í partí, Göngum yfir brúna, Garún, Hvers vegna varstu ekki kyrr, �?orparinn, Sölvi Helgasson, Róninn, Á rauðu ljósi, Einhverntímann einhversaðar, �?g er á leiðinni og mörg, mörg fleiri. Ekki er ólíklegt að mörg af þessum lögum hljómi í Höllinni annan laugardag.
Einsi kaldi mun bjóða upp á 3ja rétta glæsikvöldverð sem engan mun svíkja.
Matseðillinn er:
Forréttur
Skötuselskinnar á humar-risottó
ásamt basilkremi og hollandaisesósu
Aðalréttur
Nauta �??entrecote�?? með bökuðum kartöflum fylltum með steinseljurótarmauki, bökuðu steikargrænmeti og villisveppasósu
Eftirréttur
Súkkulaði-pecanhnetukaka með hnetubotni og heslihnetuís
Í tilefni af því að Vífilfell hefur hafið samstarf við Höllina, mun fyrirtækið bjóða matargestum upp á ljúffengan fordrykk. Borðapantanir eru hjá Einari Birni í síma 698-2572. Allar frekari upplýsingar eru hjá Dadda í síma 896-6818. Vonum að sem flestir geri sér dagamun, nú þegar við stefnum hraðbyri að sumri og sól.