Haukar auglýstu á heimasíðu sinni forsölu miða á leikinn og í kjölfarið birtist frétt á mbl.is um að forsala miða hefðist síðdegist í dag. Haukum láðist hins vegar að taka fram að forsalan væri eingöngu fyrir stuðningsmenn Hauka, þannig að fjölda Eyjamanna dreif að enda mikill áhugi fyrir leiknum og má búast við að brottfluttir Eyjamenn fjölmenni, ásamt íbúum Vestmannaeyja. Á DV er haft eftir starfsmanni íþróttahússins á Ásvöllum að Eyjamenn hefðu verið með yfirgang og leiðinleg svör. Hins vegar bera Eyjamenn starfsmönnum ekki vel söguna.
Einn þeirra sem Eyjafréttir ræddu við, sögðu að hvergi hefði komið fram að miðarnir væru eingöngu fyrir stuðningsmenn Hauka. Mikil röð hefði verið við miðasöluna og fljótlega spurðist út að Eyjamenn mættu eingöngu kaupa fimm miða. �?að breyttist síðar í þrjá miða, síðan tvo og á endanum var lokað fyrir það að Eyjamenn gætu keypt miða á leikinn. �?á hafi starfsmenn miðasölunnar verið með leiðinleg svör og svarað einföldum spurningum með útúrsnúningi, eins og t.d. hversu margir áhorfendur kæmust fyrir í salnum.
Annar sagði að hann skildi vel að Haukar hefðu aðeins viljað selja sínu fólki í forsölunni í dag en það hefði þá átt að tilkynna það fyrirfram en ekki pirrast yfir því að Eyjamenn hafi áhuga á að mæta á leikinn.
Eitt er víst, íþróttahúsið á Ásvöllum verður troðfullt á morgun og vonandi að stemmningin verði jákvæðari en hún var í miðasölunni í Hafnarfirði í dag.